30.11.04
Sælir matgæðingar þessa lands...

Ég er nú reyndar búin að hafa fleiri en eitt matarboð síðan þessi síða var gerð en ég nenni ekki að rifja upp hvað ég var með þarsíðast! Eeeeeen þann 21. nóvember kom mafían saman í Kelduhvammi 10 og snæddi eftirfarandi:

Í eftirrétt gæddum við okkur á:

Til að matreiða þessi herlegheit skal versla inn satay sósu frá blue dragon og blanda í hana fullt af soja sósu, hvítlauk, smá sítrónusafa og púðursykri. Hella henni yfir kjúklingabringur í eldföstu móti og baka í ofni í ca. 40 mín. Í kús-kúsið skal blanda sítrónusafa, gúrku og tómötum. Man ekki hvað var í salatinu, bara allskonar grænmeti, graskersfræ og melóna, jú og skvetta af balsamik ediki útá. Alveg ómissandi ;)

Eftirrétturinn segir sig eiginlega bara sjálfur. Þessu er öllu dembt á pönnu og svo bara gúffar maður þessu í sig með bestu lyst.

Til þess að njóta þessa matseðils í botn er ráðlegt að hafa við höndina lítinn jólasvein til að létta mönnum lundina.

Verði ykkur ávallt að góðu, sjáumst næst.......

Kveðja Ester, yfirmafíósakokkur og Stúfur aðstoðarkokkur.
|Ester| 1:47 e.h.|
|

------

24.4.04
Uppskriftir frá M.Í. í Garðastrætinu þann 18. apríl 2004 ....

Forréttur
Já ég var með í forrétt e-ð sem Kris verður að skýra betur frá (risarækjur, spínat....)

Aðalréttur
En í aðalrétt voru pizzur:

Pizza 1:
Pepperóni, sveppir, skinka, laukur og paprika

Pizza 2:
1/2
Hvítlaukspizza

1/2
Grænt Pestó í stað tómatsósu, piparostur, fetaostur, furuhnetur og ólífur

Pizza 3:
Skinka, laukur, sveppir, papríka og tómatar

Pizza 4:
1/2
Laukur, sveppir, pepperóní, túnfiskur og salthnetur

1/2
Gullostur, piparostur, gráðostur, fetaostur - borið fram með sultu

Að sjálfsögðu var hellingur af osti á hverri pizzu.

Eftirréttur
1 peli rjómi
1 kornflexmarengs
3 bananar
1 askja jarðarber
súkkulaðirúsínur
salthnetur
Íssúkkulaðisósa

Rjóminn og brotinn marengs blandað saman og sett í skál. Jarðaberin og bananarnir skornir niður og settir ofan á. Þar ofan á koma svo salthneturnar og súkkúlaðirúsínurnar. Efst er síðan sett íssúkkulaðisósa.

Þá er það komið.....

Kveðja SHE


|she| 4:21 e.h.|
|

------

10.4.04
hér kemur restin....

Lamb kofta
500 g hakk
2 egg
1 og 1/4 bolli brauðmylsna
2 venjulegir laukar fínt saxaðir
2 msk fínt söxuð steinselja (flatlaufa)
1/2 tsk ground kanill
1 tsk ground cumin
1/2 tsk chili duft
2 tsk ground turmeric
1 tsk ground allspice (veit ekki hvað þetta er og sleppti því !!!)

Öllu blandað saman (í hrærivél eða mixara), hnoðað í litlar bollur/borgara og grillað/steikt

Sítrónukaka
Deig:
200 g kotasæla
200 g smjör
5 dl hveiti

Fylling:
200-250 g sykur
6 msk maisenamjöl
1/4 tsk salt
1/2 bolli kalt vatn
1/2 bolli sítrónusafi
3 eggjarauður
2 msk smjör
1 tsk rifið sítrónuhýði

Marens:
3 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar (ég sleppti þessu)
6 msk sykur

Hnoðið saman smjöri, kotasælu og hveiti. Kælið. Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og klæðið bökumót að innan með því. Pikkið botninn vel með gaffli. Bakið í u.þ.b. 10-15 mín. Lækkið hitann í 175°C. Hitið saman í potti sykur, maisenamjöl, salt, vatn og sítrónusafa. Bætið eggjarauðum í og blandið vel, bætið smöri út í. Hitið að suðu og látið sjóða í um 1 mín, hræðið allan tímann. Hellið heitri hrærunni í deigskelina. Þeytið eggjahvítur (með cream of tartar), bætið sykrinum út í smátt og smátt. Setjið hvíturnar yfir heita fyllinguna og þrýstið þeim að deigbrúninni. Bakið í 10-15 mín. Kælið í allt að 2 klst. áður en borið fram.


þar hafiði það!!!|Katrin| 7:51 e.h.|
|

------

22.3.04
nú ætla ég að setja inn það sem ég man af uppskriftum gærdagsins, hitt kemur þegar ég er með bókina fyrir framan mig...

Gúrkusósa
1 rifin/hökkuð gúrka, vatnið látið leka af
3 marin hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi
nokkrar ólífur, skornar í bita
salt, pipar, aromat, allt eftir smekk

öllu blandað saman

Hummus
1 dós kjúklingabaunir
1 hvítlauksrif
fersk steinselja ca. 1 msk
1/4 bolli sítrónusafi
1/2 bolli vatn
1/4 bolli tahini
salt, chilipipar, eftir smekk

öllu skellt í mixer og blandað vel saman

svo erum við að tala um niðurskorið grænmeti, steiktan kjúkling og sýrðan rjóma í skál....


|Katrin| 12:57 e.h.|
|

------

15.3.04
Ha.. engar uppskriftir komnar
sést að ég hef ekkert að gera nema skrifa á þessar síður eitthvað bull??

ok ég nota því hér með tímann og set inn ídýfuna

MÍ dýfa

Þetta er upptalið í réttri röð, með útskýringum eftir þörfum

Svona mekíkönsk baunastöppu dós.. svona 1/2 til 1...smyrja í fat
2 avókado, stöppuð.. mjög hentugt að setja í matvinnslu vél til að spara krafta í þreyttum örmum.. smyrja ofan í baunastöppu
1/2 sítróna kreyst yfir
Salti stráð yfir.. veit ekki hvað miklu.. bara svona salta yfir allt
1 dós sýrður rjómi (að sjálfsögðu 10%) og 2 msk mayo (má held ég alveg sleppa því, set það yfirleitt aldrei) er blandað saman við
1 poka af gucamole (Binna: gvatemala) kryddblöndu... enn á ný er því smurt í fatið
Næst er það svona sirka 4 tómatar skornir smátt og dreift yfir
1/2-1 púrra smátt skorin dreifð yfir
1/2-1 krukka svartar olífur smátt skornar dreift yfir
að lokum..dududud Maríbó ostur rifinn og dreift yfir... Maríbó ostur er svona appelsínugulur á litinn og er mun fallegri í ídýfunni heldur enn venjulegur.. hef samt notað venjulegan og bragðið af MÍ dýfunni verður alveg eins... en fegurðin er nú mikilvæg

Gott að gera daginn áður... stendur í uppskriftinni minnir mig..
Berið svo fram þegar þið bjóðið sóley í heimsókn


|Soley| 12:47 e.h.|
|

------

8.3.04
Er að reyna að laga þessa séríslensku stafi...


|she| 5:49 e.h.|
|

------

5.3.04
Hvernig finnst ykkur - mathákarnir ykkar.... !!!


|she| 2:46 e.h.|
|

------


Nýtt lúkk...


|she| 1:59 e.h.|
|

------