22.3.04
nú ætla ég að setja inn það sem ég man af uppskriftum gærdagsins, hitt kemur þegar ég er með bókina fyrir framan mig...
Gúrkusósa
1 rifin/hökkuð gúrka, vatnið látið leka af
3 marin hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi
nokkrar ólífur, skornar í bita
salt, pipar, aromat, allt eftir smekk
öllu blandað saman
Hummus
1 dós kjúklingabaunir
1 hvítlauksrif
fersk steinselja ca. 1 msk
1/4 bolli sítrónusafi
1/2 bolli vatn
1/4 bolli tahini
salt, chilipipar, eftir smekk
öllu skellt í mixer og blandað vel saman
svo erum við að tala um niðurskorið grænmeti, steiktan kjúkling og sýrðan rjóma í skál....
|Katrin| 12:57 e.h.|
|
------
15.3.04
Ha.. engar uppskriftir komnar
sést að ég hef ekkert að gera nema skrifa á þessar síður eitthvað bull??
ok ég nota því hér með tímann og set inn ídýfuna
MÍ dýfa
Þetta er upptalið í réttri röð, með útskýringum eftir þörfum
Svona mekíkönsk baunastöppu dós.. svona 1/2 til 1...smyrja í fat
2 avókado, stöppuð.. mjög hentugt að setja í matvinnslu vél til að spara krafta í þreyttum örmum.. smyrja ofan í baunastöppu
1/2 sítróna kreyst yfir
Salti stráð yfir.. veit ekki hvað miklu.. bara svona salta yfir allt
1 dós sýrður rjómi (að sjálfsögðu 10%) og 2 msk mayo (má held ég alveg sleppa því, set það yfirleitt aldrei) er blandað saman við
1 poka af gucamole (Binna: gvatemala) kryddblöndu... enn á ný er því smurt í fatið
Næst er það svona sirka 4 tómatar skornir smátt og dreift yfir
1/2-1 púrra smátt skorin dreifð yfir
1/2-1 krukka svartar olífur smátt skornar dreift yfir
að lokum..dududud Maríbó ostur rifinn og dreift yfir... Maríbó ostur er svona appelsínugulur á litinn og er mun fallegri í ídýfunni heldur enn venjulegur.. hef samt notað venjulegan og bragðið af MÍ dýfunni verður alveg eins... en fegurðin er nú mikilvæg
Gott að gera daginn áður... stendur í uppskriftinni minnir mig..
Berið svo fram þegar þið bjóðið sóley í heimsókn
|Soley| 12:47 e.h.|
|
------
8.3.04
Er að reyna að laga þessa séríslensku stafi...
|she| 5:49 e.h.|
|
------
5.3.04
Hvernig finnst ykkur - mathákarnir ykkar.... !!!
|she| 2:46 e.h.|
|
------
Nýtt lúkk...
|she| 1:59 e.h.|
|
------
4.3.04
Koma svo....... :)
|she| 12:22 e.h.|
|
------
3.3.04
Það væri lÃka frábært að allar sem muna e-ð af uppskriftunum sem þær hafa verið að elda à M.Ã�. boðum à gegnum árin - að þær skelltu þeim lÃka hér inn..........
|she| 12:10 e.h.|
|
------
Ã�kvað að skella commentadótinu lÃka hér, er þaggi sniðugt ?
|she| 12:03 e.h.|
|
------
Binna & Ester - koma svo... :)
|she| 11:53 f.h.|
|
------
UPPSKRIFTIRNAR OKKAR :)
Hér eiga allar unaðslegu uppskriftirnar okkar að koma.........
ER ÞA� SKILI� !!!
|she| 11:40 f.h.|
|
------